Algengar spurningar

Get ég skilað eða skipt vöru sem ég kaupi í vefversluninni?

Ef þú vilt vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til Dýrgripa eða Álfagulls í Strandgötu 49, Hafnarfirði á innan við 14 dögum frá kaupum. Varan þarf að vera í upprunalegum óskemdum umbúðum og ónotuð (söluhæf).  Við endurgreiðum vöruna að fullu en viðskiptavinur greiðir allan kostnað við að koma vörunni aftur til okkar. Sendið okkur póst á dyrgripir (hjá) dyrgripir.is eða í síma 537 2770 og við finnum út úr þessu saman.

Afhending - Hvenær fæ ég vöruna sem ég pantaði?

Að jafnaði tekur 1-3 daga að fá vöru senda (Pósturinn) en samdægurs í heimkeyrslu í Hafnarfirði og Garðabæ ef pantað er fyrir kl.15 Sendingar með Póstinum kosta 990 kr. fyrir pantannir upp að 8000 kr. en ekkert er rukkað fyrir pantanir yfir 8000kr. Frí heimkeyrsla er í boði fyrir Hafnarfjörð og Garðabæ.

Er öruggt að versla í vefversluninni ykkar?

Dyrgripir.is er dulkóðuð vefverslun sem þýðir að allur gangaflutningur milli þín og vefþjónsins okkar er dulkóðaður (SSL) og ómögulegt fyrir aðra að hlera samskiptin.

Greiðslumöguleikar

Þú getur greitt fyrir vöruna með greiðslukorti á öruggri greiðslusíðu en einnig með bankamillifærslu ef þú óskar þess. Til að millifæra er geitt inn á reikning 0133 26 9117 sem er í eigu Blomma ehf. kt.4712232710.  Þú flýtir fyrir ferlinu ef þú sendir okkur tilkynningu á tölvupósti með pöntunarnúmerinu á pantanir (hjá) dyrgripir.is samhliða greiðslunni.

Hvað ef varan er skemmd eða gölluð þegar ég fæ hana?

Ef upp kemur sú staða að vara er skemmd eða gölluð þegar þú færð hana í hendur bætum við þér það að sjálfsögðu. Mikilvægt er að hafa samband strax með því að senda tölvupóst á dyrgripir (hjá) dyrgripir.is eða hringja í síma 537-2770 milli kl 12:00 og 18:00 virka daga.

Karfa